Arnarnes Paradís Gistiheimili

Sjá herbergiSjá Álfaferðir

Um Álfasetur Paradís

Arnarnes Álfasetur er einstakt gistiheimili í Eyjafirði, umlukið fallegri náttúru og landslagi. Á gistiheimilinu er eitt fjölskylduherbergi,  þriggja herbergja íbúð og hjólhýsi. Við bjóðum uppá lífrænan kvöldverður fyrir hópa með fleiri en sex manns og er hann borinn fram í notalega borðsalnum okkar. Að auki bjóðum við uppá 90 mínutna álfaferðir, þar sem heimur álfanna á svæðinu er kynntur.

Við erum staðsett í um 24 km fjarlægð frá Akureyri, nálægt hringveginum. Staðsetningin er því tilvalin fyrir þá sem vilja njóta kyrrðarinnar í sveitinni án þess þó að vera langt frá byggð.

Við hjá Arnarnesi Álfasetri erum hluti af verkefninu Ábyrg Ferðaþjónusta með því að ganga vel um og virða náttúruna, tryggja öryggi gesta okkr og koma fram við þá af háttvísi, virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið.

Okkar sérstaða!

Litrík herbergi

Við erum stolt af litríku herberrgjunum okkar. Blátt, grænt, appelsínugult og rautt – hvað er uppáhaldsliturinn þinn?

Góð staðsetning

Við erum staðsett á milli Akureyrar og Dalvíkur svo það er stutt í alla þjónustu á svæðinu.

Álfaferðir og fræðsla

Við bjóðum uppá 90 mínutna álfaferðir með leiðsögn þar sem fræðst er um álfana á svæðinu.

Alvöru sveitaupplifun

Gistiheimilið okkar er tilvalið fyrir þá sem vilja njóta kyrrðarinnar í sveitinni án þess þó að vera langt frá byggð.

Fjöskyduherbergi með sameiginlegu baði

Fjölskylduherbergi með hjónarúmi og koju. Herbergið hefur svefnpláss fyrir fjóra einstaklinga. Herbergið er með sameiginlegu baðherbergi, frábæru útsýni en rúmin eru uppá búin ásamt handklæðum. Hefðbundinn íslenskur kvöldverður með lífrænum hráefnum í boði fyrir hópa með fleiri en 6 manns en óska þarf sérstaklega eftir því. Bílastæði og nettenging á staðnum.

Húsbíll

Arnarnes Paradís býður upp á einstaka tegund gistingar, inni í húsbíl. Húsbíllinn er staðsettur rétt fyrir utan gistiheimilið svo þú hefur aðgang að öllum þægindum gistiheimilisins. Rúmföt og handklæði eru innifalin í herbergisverði. Hefðbundinn íslenskur kvöldverður með lífrænum hráefnum í boði fyrir hópa með fleiri en 6 manns en óska þarf sérstaklega eftir því. Bílastæði og nettenging á staðnum.

Umhverfisvæn og Sjálfbær.

Við höfum búið í Arnarnesi síðan 1981 fyrst með hefðbundin búskap, kýr, kindur og hesta. 1995 breyttum við úr hefðbundnum búskap og fórum í lífræna framleiðslu á mjólk og kjöti. Það þýddi að við notuðum engin kemísk efni eða lyf fyrir kýrnar okkar. Í stað lyfja notuðum við heilun t.d. Á nokkrum árum tókst okkur að verða sjáfbær með hamingjusamar kýr. En þetta þýddi líka að það varð of erfitt tilfinningalega að taka ákvarðanir um líf og dauða. Þannig að við hættum búskap og í dag rekum við Ferðaþjónustu með verndun umhverfisins  að leiðarljósi.  Okkur þykir vænt um náttúruna og umhverfið og vildum skila til baka einhverju góðu og höfum plantað c.a. 10,000 trjám hér í kring.

Á gistiheimilinu eru eingöngu notaðar hreinar þrifavörur án allra kemískra efna ég hef valið að nota vörur frá Youngliving sem er leiðandi fyrirtæki í breyttum lífstíl. Sjampó og sápur á baðherbergum eru einnig frá Youngliving. Eygló hefur í mörg ár verið að kenna fólki um breyttan lífstíl, lífsýn okkar samræmist markmiðum Younglivng.

Meira um YoungLiving

Sýn: Er að færa hverju einasta heimili ótal kosti Young Living ilmkjarnaolíanna sem geta breytt lífum.

Markmið: Er að heiðra lífafl sjálfrar náttúrunnar – ilmkjarnaolíur – með því að ýta undir samfélag heilunar og uppgötvana og veita einstaklingum innblástur til lífs í velmegun, velsæld og innri tilgangi.

Tilgangur okkar: Leiðandi afl á sviði ilmkjarnaolía og við færum tærustu ilmjarnaolíur og ilmjarnaolíuvörur til fjölskyldna um allan heim. Markmið Youngliving er að valdefla einstaklinga í gegnum heilnæmt líferni og okkar trú er sú að hver einasta manneskja eigi skilið að lifa í velsæld og samkvæmt sínum tilgangi.

Umsagnir Gesta.

Við vorum mjög ánægð með heimsókn okkar í Arnarnes Paradís. Gestgjafinn Eyglo, deildi reynslu sinni af því að hitta álfa og huldufólk áður en hún fór með okkur í göngutúr til að sjá nokkur híbýli þeirra. Þessu var svo fylgt eftir með dýrindis lífrænum hádegismat og skoðunarferð um fallega gistiheimilið hennar.

– Kristine, Trip Advisor

Þetta er frábær staður til að vera á! Máltíðirnar voru svo góðar, heiti potturinn var magnaður með útsýni yfir firðina og herbergin voru þæginleg! Eigendurnir eru algjörlega frábær og gátu ekki gert meira til að gera dvöl okkar eftirminnilega.

– Vactioner504086, Trip Advisor

Þetta er einn af áhugaverðustu stöðum sem ég hef gist á. Á góðan hátt! Gestgjafi okkar var mjög vinalegur og hjálpsamur. Sameiginlegt rými er opið og aðlaðandi. Baðherbergin eru sameiginleg en einkarekin og mjög snyrtileg. Gistiheimilið er mjög nálægt bænum en er samt í sveitaumhverfi. Ég mæli klárlega með!

– Jamie E, Trip Advisor

Það er frábær staður til að vera á, við völdum að sofa Í gömlum amerískum sendibíl. Þetta var skemmtileg reynsla og mjög þægilegt. Eigandinn er mjög fín manneskja og maturinn sem hún útbýr er frábær. Baðherbergin eru fín, rúmgóð og mjög hrein. Heildarreynslan var frábær. Og eins og á flestöllu Íslandi er útsýnið frábært og landslagið í kring mjög fallegt.

– Valeria C, Trip Advisor

Álfaferðir.

Við bjóðum uppá 90 mínútna langa kynning á heimi álfa, en þar skyggnumst við í heim þeirra ásamt því að smakka dýrindis álfate.

Við sýnum þér hvar hafmeyjunni þykir gaman að sitja og hvar trédísin á heima. Kynntu þér venjur álfa og huldufólk og af hverju þau lifa lengur en við mennirnir. Allt þetta og fleira í kynningunni.

Það þarf að bóka Álfaferðir fyrirfram, svo vinsamlegast hafið samband við okkur til þess að bóka kynnningu. Verð er 2000 krónur á mann.

Tourdesk.

Við höfum tekið saman nokkrar upplifanir hér á svæðinu kring til þess að gera valið auðveldara fyrir gesti okkar. Í Tourdesk geturðu bókað ferðir sem við höfum reynslu af og mælum með.

Staðsetning

Arnarnes Paradís er staðsett í Eyjafirði, aðeins 22 km (um 20 mínútna akstur) frá Akureyri. Á Akureyri finnur þú alla nauðsynlega þjónustu, svo sem veitingahús, kaffihús, barir og fjöldan allan af afþreyingarmöguleikum. Gistiheimilið er því vel staðsett fyrir þá sem vilja upplifa íslensku sveitina en vill þá ekki þurfa að sækja langt í helstu þjónustu.

Hafa samband.

Netfang

info@arnarnesalfasetur.com

Sími

+354 8945358

Heimilisfang

Arnarnes, 601 Akueyri

15 + 11 =

Arnarnes Álfasetur

info@arnarnesalfasetur.com
+354 8945358
Arnarnes, 601 Akureyri

Kt: 080658-3119
VSK: 117565